Vatns- og matarskortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2024 07:01 Flugvélin sem ferjaði Íslendinga heim frá Kanaríeyjunum á mánudag var sú eina í eigu Icelandair sem ekki er með afþreyingarkerfi. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“ Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“
Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent