„Man ekki eftir að hafa lent í þessu áður“ Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 22:44 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð sáttur eftir níu stiga sigur gegn Stjörnunni í 12. umferð Subway-deildar karla. Njarðvík náði mest yfir 20 stiga forystu en bauð Stjörnunni upp í dans í á lokakaflanum og komust heimamenn í Stjörnunni yfir í Umhyggjuhöllinni. Njarðvíkurliðið reyndist þó sterkara liðið á svellinu undir lokin og landaði sigri. „Það er gaman að þetta sé byrjað aftur, allir endurnærðir og ferskir eftir gott jólafrí. Að byrja á svona hörkuleik, úrslitakeppnisleik… hjartað fékk alveg að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld.“ „Það voru heldur betur sveiflur. Ég er náttúrulega að verða geðbilaður á því hvað við erum lélegir að halda forskoti; í staðinn fyrir að bæta í þá dettum við alltaf í eitthvað helvítis kæruleysi. Ömurlegt af okkur, en ég er ánægður með að hafa samt klárað leikinn eftir að hafa lent undir.“ Njarðvík er ekki með mikla breidd þegar kemur að stórum leikmönnum: kraftframherjum og miðherjum. Liðið lenti í áfalli í þriðja leikhluta þegar Dominykas Milka fékk sína fjórðu og fimmtu villu í sömu vörninni. Milka var að reyna verjast Ægi Þór Steinarssyni í hraðaupphlaupi, var dæmdur brotlegur við hringinn, lenti svo á Ægi og fékk fyrir það aðra villu. Hann gat því ekki spilað meira í leiknum. Njarðvíkingar bognuðu við það, en brotnuðu ekki. „Auðvitað var það högg fyrir liðið og á sama tíma vorum við með Chaz [Williams] út af með fjórar villur. Þetta leit ekkert alltof vel út um tíma, en það voru bara aðrir sem stigu upp eins og Elías Pálsson og Þorri. Þeir voru báðir geggjaðir. Sem betur fer náðum við að halda haus þegar þessir lykilmenn voru út af.“ Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu Hver var upplifun Benna af þessu atviki með Milka og Ægi? „Ég er mjög hlutdrægur og var viss um að þetta væri varið skot til að byrja með. Það getur vel verið að það sé kjaftæði hjá mér. Svo sé ég atvikið í skjánum hjá Gumma Ben og Örvari og ég hélt að dómararnir væru bara að fara dæma venjulega villu eða óíþróttamannslega villu. Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu. Ég hef ekki séð það áður. Allt í einu fór hann úr þremur í fimm villur. Ég var hissa á því og vildi útskýringu á því frá dómurunum. Ég man ekki eftir að hafa lent í þessu áður. Dómararnir voru bara vissir í sinni sök.“ „Ég fékk þá útskýringu að þeir hafi fyrst dæmt brot þegar Ægir fór í skotið og svo óíþróttamannslega villu þegar hann lendir á honum. Ég ætla skoða þetta betur þegar ég kem heim.“ Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist Í fyrri hálfleik, þegar Njarðvík var með góða forystu, fékk liðið gullið tækifæri til að bæta tveimur stigum við þá forystu. Chaz átti þá sendingu á Þorra sem reyndi að troða boltanum en það mistókst. Stjarnan skoraði þriggja stiga körfu hinu megin og var Benni sýnilega mjög ósáttur. „Fyrir mér er þetta bara tapaður bolti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, hefur held ég tvisvar áður gerst á tímabilinu. Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist því annars er þetta bara tapaður bolti og tvöföld refsing ef þú færð körfu á þig hinu megin. Ég vil frekar taka bara örugg stig heldur en að vera með einhverjar krúsidúllur fyrir sjónvarpsvélarnar.“ Njarðvík hefur sýnt það með tveimur sigrum á Stjörnunni í vetur og fleiri öflugum sigrum að liðið er ansi öflugt. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það verður bara að koma í ljós. Veistu hvað það eru mörg alvöru lið í þessari deild? Við teljum okkur vera eitt af alvöru liðunum en einn leikur til eða frá getur verið sex eða sjö sæti. Við erum bara að hugsa um að tryggja okkur inn í úrslitakeppni og vera með í henni. Það er markmiðið núna,“ sagði Benni að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
„Það er gaman að þetta sé byrjað aftur, allir endurnærðir og ferskir eftir gott jólafrí. Að byrja á svona hörkuleik, úrslitakeppnisleik… hjartað fékk alveg að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld.“ „Það voru heldur betur sveiflur. Ég er náttúrulega að verða geðbilaður á því hvað við erum lélegir að halda forskoti; í staðinn fyrir að bæta í þá dettum við alltaf í eitthvað helvítis kæruleysi. Ömurlegt af okkur, en ég er ánægður með að hafa samt klárað leikinn eftir að hafa lent undir.“ Njarðvík er ekki með mikla breidd þegar kemur að stórum leikmönnum: kraftframherjum og miðherjum. Liðið lenti í áfalli í þriðja leikhluta þegar Dominykas Milka fékk sína fjórðu og fimmtu villu í sömu vörninni. Milka var að reyna verjast Ægi Þór Steinarssyni í hraðaupphlaupi, var dæmdur brotlegur við hringinn, lenti svo á Ægi og fékk fyrir það aðra villu. Hann gat því ekki spilað meira í leiknum. Njarðvíkingar bognuðu við það, en brotnuðu ekki. „Auðvitað var það högg fyrir liðið og á sama tíma vorum við með Chaz [Williams] út af með fjórar villur. Þetta leit ekkert alltof vel út um tíma, en það voru bara aðrir sem stigu upp eins og Elías Pálsson og Þorri. Þeir voru báðir geggjaðir. Sem betur fer náðum við að halda haus þegar þessir lykilmenn voru út af.“ Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu Hver var upplifun Benna af þessu atviki með Milka og Ægi? „Ég er mjög hlutdrægur og var viss um að þetta væri varið skot til að byrja með. Það getur vel verið að það sé kjaftæði hjá mér. Svo sé ég atvikið í skjánum hjá Gumma Ben og Örvari og ég hélt að dómararnir væru bara að fara dæma venjulega villu eða óíþróttamannslega villu. Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu. Ég hef ekki séð það áður. Allt í einu fór hann úr þremur í fimm villur. Ég var hissa á því og vildi útskýringu á því frá dómurunum. Ég man ekki eftir að hafa lent í þessu áður. Dómararnir voru bara vissir í sinni sök.“ „Ég fékk þá útskýringu að þeir hafi fyrst dæmt brot þegar Ægir fór í skotið og svo óíþróttamannslega villu þegar hann lendir á honum. Ég ætla skoða þetta betur þegar ég kem heim.“ Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist Í fyrri hálfleik, þegar Njarðvík var með góða forystu, fékk liðið gullið tækifæri til að bæta tveimur stigum við þá forystu. Chaz átti þá sendingu á Þorra sem reyndi að troða boltanum en það mistókst. Stjarnan skoraði þriggja stiga körfu hinu megin og var Benni sýnilega mjög ósáttur. „Fyrir mér er þetta bara tapaður bolti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, hefur held ég tvisvar áður gerst á tímabilinu. Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist því annars er þetta bara tapaður bolti og tvöföld refsing ef þú færð körfu á þig hinu megin. Ég vil frekar taka bara örugg stig heldur en að vera með einhverjar krúsidúllur fyrir sjónvarpsvélarnar.“ Njarðvík hefur sýnt það með tveimur sigrum á Stjörnunni í vetur og fleiri öflugum sigrum að liðið er ansi öflugt. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það verður bara að koma í ljós. Veistu hvað það eru mörg alvöru lið í þessari deild? Við teljum okkur vera eitt af alvöru liðunum en einn leikur til eða frá getur verið sex eða sjö sæti. Við erum bara að hugsa um að tryggja okkur inn í úrslitakeppni og vera með í henni. Það er markmiðið núna,“ sagði Benni að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira