Skipulagðar gönguferðir slá í gegn á nýju ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2024 13:30 Guðrún Svava gekk fyrsta legg leiðarinnar í desember með nokkrum vinum sínum í dásamlega fallegu veðri. Guðrún Svava Viðarsdóttir Mikill áhugi er fyrir allskonar skipulögðum gönguferðum um landið nú í upphafi árs. Ein af göngunum er raðganga í þremur hlutum á milli vita þar sem Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn koma við sögu. Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð
Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira