Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 14:51 Alexander Isak var sjóðheitur og skoraði tvennu gegn Sunderland James Gill - Danehouse/Getty Images Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift. Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift.
Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0
Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01
Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00