„Kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn“ Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 07:30 Freyr Alexandersson, þjálfaði Lyngby við góðan orðstír og er þakklátur öllum hjá félaginu fyrir traustið nú þegar að hann hefur verið keyptur til belgíska liðsins KV Kortrijk Vísir/Getty Á tímamótum lítur Freyr Alexandersson, sem hefur tekið að sér nýtt þjálfarastarf hjá KV Kortijk í Belgíu, stoltur yfir tíma sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“ Danski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Sjá meira
Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“
Danski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Sjá meira