Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 10:26 Hilmar segir að það ætti ekki að koma Sigurði Inga á óvart að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða. „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira