Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 12:45 Ef marka má samtal Katrínar og Sonju eru fundir um framhald kjaraviðræðna á næsta leiti. „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira