Börnin villtu á sér heimildir og seldu kynferðislegar myndir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 13:08 Unglingarnir eru nemendur Hagaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Þetta kemur fram í tölvupósti Ómars Arnar Magnússonar, skólastjóra Hagaskóla til foreldra barna í skólanum. Þar kemur fram að málið sé komið inn á borð lögreglu og eru foreldrar hvattir til að ræða málið við börn sín. Ekki kemur fram í bréfi Ómars hvaða angi málsins sé til skoðunar. Að hafa hendur í hári fullorðnu einstaklinganna eða skoða blekkingarleik unglinganna. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri. Þetta kom fram í sameiginlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um niðurstöður könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ árið 2022. Samskiptin á Snapchat og Instagram „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass,“ segir í tilkynningu Ómars skólastjóra. Foreldrar eru hvattir til að eiga samtal við unglinga sína um þessi mál. Þá er foreldrum bent á að fara yfir reikningsyfirlit unglinga sinna ef minnsti grunur vaknar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafi lagt inn á þau pening, til dæmis í gegnum AUR. „Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.“ Tölvupósturinn í heild sinni: Kæru foreldrarAð gefnu tilefni viljum við láta ykkur vita að okkur hafa borist upplýsingar um að einhverjir nemendur í Hagaskóla hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafa sótt á netið.Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass.Við hvetjum ykkur foreldra til að eiga samtal við unglingana ykkar um þessi mál. Ef minnsti grunur vaknar bendum við ykkur á að fara yfir reikningsyfirlit unglingsins ykkar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafa verið að leggja inn pening t.d. í gegnum AUR.Reynið að ræða málin í rólegheitum og mynda öruggt rými fyrir barnið ykkar til að segja ykkur frá ef það þekkir til slíkra mála eða hefur átt í slíkum samskiptum sjálft.Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.Kveðja,Ómar Örn Magnússon - skólastjóri í HagaskólaÓmar Örn MagnússonHagaskólisent úr Mentor.is Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti Ómars Arnar Magnússonar, skólastjóra Hagaskóla til foreldra barna í skólanum. Þar kemur fram að málið sé komið inn á borð lögreglu og eru foreldrar hvattir til að ræða málið við börn sín. Ekki kemur fram í bréfi Ómars hvaða angi málsins sé til skoðunar. Að hafa hendur í hári fullorðnu einstaklinganna eða skoða blekkingarleik unglinganna. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri. Þetta kom fram í sameiginlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um niðurstöður könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ árið 2022. Samskiptin á Snapchat og Instagram „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass,“ segir í tilkynningu Ómars skólastjóra. Foreldrar eru hvattir til að eiga samtal við unglinga sína um þessi mál. Þá er foreldrum bent á að fara yfir reikningsyfirlit unglinga sinna ef minnsti grunur vaknar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafi lagt inn á þau pening, til dæmis í gegnum AUR. „Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.“ Tölvupósturinn í heild sinni: Kæru foreldrarAð gefnu tilefni viljum við láta ykkur vita að okkur hafa borist upplýsingar um að einhverjir nemendur í Hagaskóla hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafa sótt á netið.Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass.Við hvetjum ykkur foreldra til að eiga samtal við unglingana ykkar um þessi mál. Ef minnsti grunur vaknar bendum við ykkur á að fara yfir reikningsyfirlit unglingsins ykkar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafa verið að leggja inn pening t.d. í gegnum AUR.Reynið að ræða málin í rólegheitum og mynda öruggt rými fyrir barnið ykkar til að segja ykkur frá ef það þekkir til slíkra mála eða hefur átt í slíkum samskiptum sjálft.Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.Kveðja,Ómar Örn Magnússon - skólastjóri í HagaskólaÓmar Örn MagnússonHagaskólisent úr Mentor.is
Kæru foreldrarAð gefnu tilefni viljum við láta ykkur vita að okkur hafa borist upplýsingar um að einhverjir nemendur í Hagaskóla hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafa sótt á netið.Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá fara samskiptin fram í gegnum forrit eins og Snapchat og Instagram auk þess sem Tik tok og appið Telegram hafa verið nefnd. Börnunum eru boðnar á bilinu 5.000-10.000 krónur fyrir myndina og fer upphæðin eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Greiðslur hafa farið fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass.Við hvetjum ykkur foreldra til að eiga samtal við unglingana ykkar um þessi mál. Ef minnsti grunur vaknar bendum við ykkur á að fara yfir reikningsyfirlit unglingsins ykkar og athuga hvort ókunnugir aðilar hafa verið að leggja inn pening t.d. í gegnum AUR.Reynið að ræða málin í rólegheitum og mynda öruggt rými fyrir barnið ykkar til að segja ykkur frá ef það þekkir til slíkra mála eða hefur átt í slíkum samskiptum sjálft.Lögreglan er að vinna með okkur í þessu máli svo ef ykkar unglingur hefur einhverjar upplýsingar þá biðjum við ykkur um að koma þeim til okkar eða hafa beint samband lögreglu eða barnavernd.Kveðja,Ómar Örn Magnússon - skólastjóri í HagaskólaÓmar Örn MagnússonHagaskólisent úr Mentor.is
Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira