Nýr veruleiki blasir við nemendum vestur í bæ Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2024 17:21 Ómar Örn segir að skólayfirvöldum hafi í gær borist ábending um eitt tilvik, þar sem nemandi við skólann seldi níðingi myndir, ekki af sér heldur öðrum. Þetta er nýr veruleiki sem við blasir. Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir að skólayfirvöld hafi fengið upplýsingar í gær um eitt tilvik þar sem nemandi villti á sér heimildir og seldi barnaníðingi falskar myndir af sér. Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“ Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“
Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira