„Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Jón Zimsen er aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir að í stað þess að menntakerfið, skólastjórnendur og kennarar fari í vörn þurfi menn að horfa inn á við, viðurkenna að það verði að gera betur. Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað
PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira