Danska Tipsbladet greinir frá þessu. Í frétt blaðsins segir að Þorri muni spila með Fram í sumar á láni frá Lyngby.
Þorri gekk í raðir Lyngby frá FH í fyrra. Hann lék einn leik með FH í Bestu deildinni síðasta sumar.
Þorri er uppalinn hjá Fram en fór til FH í ársbyrjun 2022. Hann hefur sterka tengingu við Fram en faðir hans, Þorbjörn Atli Sveinsson, lék lengi með liðinu.
Hinn sautján ára Þorri hefur leikið sautján leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað tvö mörk.
Fram endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Eftir það tók Rúnar Kristinsson við þjálfun liðsins.