Hjólastólalyftan ítrekað biluð vegna of þungra hjólastóla Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 07:00 Bíóhúsið var byggt árið 1929 og ekki gert ráð fyrir aðgengi fólks í hjólastól. Lyftan til að fara í sal á efri hæð er oft biluð. Mynd/Sambíó Hjólastólalyfta í kvikmyndahúsinu á Akureyri er ítrekað biluð því of þungir rafmagnsstólar fara í hana. Lyftan er aðeins gerð fyrir stóla sem eru ekki rafmagnsstólar. Aðgengismál eru misjöfn eftir kvikmyndahúsum Sambíóanna en best í Egilshöll og Kringlunni. „Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“ Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“
Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira