Hjólastólalyftan ítrekað biluð vegna of þungra hjólastóla Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 07:00 Bíóhúsið var byggt árið 1929 og ekki gert ráð fyrir aðgengi fólks í hjólastól. Lyftan til að fara í sal á efri hæð er oft biluð. Mynd/Sambíó Hjólastólalyfta í kvikmyndahúsinu á Akureyri er ítrekað biluð því of þungir rafmagnsstólar fara í hana. Lyftan er aðeins gerð fyrir stóla sem eru ekki rafmagnsstólar. Aðgengismál eru misjöfn eftir kvikmyndahúsum Sambíóanna en best í Egilshöll og Kringlunni. „Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“ Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
„Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“
Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira