Stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins í sjálfu sér lokið Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 10. janúar 2024 12:57 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög alvarlega stöðu komna upp innan ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hvort ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum eða springa, en ljóst sé að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokknum sé í sjálfu sér lokið. „Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira