Haukar segja sína hlið á laugardagsfundinum með Everage Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 11:01 Everage Lee Richardson talaði við Hauka en hélt því fram að hann væri með lausan samning sem var ekki. Vísir/Diego Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15. Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15.
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira