Verður stórfyrirtækjum hlíft við „sáttinni“? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 11. janúar 2024 09:30 „Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
„Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun