Líkurnar meiri en minni á gosi í Grímsvötnum Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:26 Magnús Tumi Guðmundsson segir líkurnar meiri en minni á að gos hefjist brátt í Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir meiri líkur en minni á því að eldgos hefjist í Grímsvötnum á næstunni. Þau sýni öll merki þess. Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum. „Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira