Fótbolti

Bjór­flösku kastað í leik­mann Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Edordo Bove fær bjórflösku í hnakkann.
Edordo Bove fær bjórflösku í hnakkann. getty/Fabio Rossi

Eins og oft í leikjum Lazio og Roma gekk mikið á þegar liðin mættust í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær.

Þrjú rauð spjöld fóru á loft í uppbótartíma í 1-0 sigri Lazio sem er komið áfram í undanúrslit bikarkeppninnar.

Bjórflösku var líka kastað í Rómverjann Edoardo Bove þegar honum var skipt af velli á 76. mínútu. Flöskunni var kastað í hnakka Bove sem féll við. Hann stóð svo upp og kastaði flöskunni í burtu.

Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var afar ósáttur við dóminn.

Lazio mætir annað hvort Juventus eða Frosinone í undanúrslitum bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×