Karlmannleg kóngakaka í tilefni af krúnuskiptunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. janúar 2024 14:28 Friðrik tekur við dönsku krúnunni næstkomandi sunnudag. Í tilefni af krúnuskiptunum næstkomandi sunnudag hefur danska konditoríið La Glace bakað sérstaka Friðriksköku sem verður til sölu á meðan valdatíð Friðriks stendur yfir. Árið 1972 þegar Margrét Þórhildur Danadrottning tók við krúnunni var sérstök kaka bökuð henni til heiðurs, Margrétarkaka, sem hefur verið hluti af daglegu úrvali konditorísins í um það bil 52 ár. Fram kemur á Facebook-síðu La Glace að báðar kökurnar hafi verið bakaðar með hráefnum sem þoli ferð með pósti. Sú ákvörðun var tekin til að tryggja að allir Danir um land allt gætu fengið að smakka bita í tilefni af valdaskiptunum. Megin uppistaðan í Friðrikskökunni er marsípan, heslihnetupralín, saltkaramella, karamellutrufl, hjúpað dökku súkkulaði. Til að setja punktinn yfir i-ið er kakan toppuð með súkkulaðiplötu með gyllingu. Í frétt danska ríkissjónvarpsins kemur fram að kostir kökunnar séu þeir að hún sé karlmannleg, eins og því er lýst, og um leið glæsileg með frönsku ívafi. Eins og fram hefur komið tilkynnti Margrét Þórhildur Danadrottning öllum að óvörum í áramótaávarpi sínu að hún ætlaði sér að stíga til hliðar og afhenda syni sínum, Friðriki prins, krúnuna. Nákvæmlega 52 árum eftir krýningu hennar mun valdatíð hennar því taka enda. Það verður þann 14. janúar og hinn 55 ára gamli Friðrik mun taka við stjórnartaumunum. Krónprinsinn og verðandi konungur er fjögurra barna faðir. Hann hefur verið áberandi í umræðu um umhverfismál á síðustu árum og talar fjögur tungumál. Danmörk Kökur og tertur Kóngafólk Bakarí Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. 17. nóvember 2023 11:23 Orðrómur um framhjáhald skekur dönsku konungsfjölskylduna Meint framhjáhald Friðriks Danaprins með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova hefur verið milli tannanna á fólki og til umfjöllunar í fjölmiðlum í Danmerku og á Spáni. 9. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Árið 1972 þegar Margrét Þórhildur Danadrottning tók við krúnunni var sérstök kaka bökuð henni til heiðurs, Margrétarkaka, sem hefur verið hluti af daglegu úrvali konditorísins í um það bil 52 ár. Fram kemur á Facebook-síðu La Glace að báðar kökurnar hafi verið bakaðar með hráefnum sem þoli ferð með pósti. Sú ákvörðun var tekin til að tryggja að allir Danir um land allt gætu fengið að smakka bita í tilefni af valdaskiptunum. Megin uppistaðan í Friðrikskökunni er marsípan, heslihnetupralín, saltkaramella, karamellutrufl, hjúpað dökku súkkulaði. Til að setja punktinn yfir i-ið er kakan toppuð með súkkulaðiplötu með gyllingu. Í frétt danska ríkissjónvarpsins kemur fram að kostir kökunnar séu þeir að hún sé karlmannleg, eins og því er lýst, og um leið glæsileg með frönsku ívafi. Eins og fram hefur komið tilkynnti Margrét Þórhildur Danadrottning öllum að óvörum í áramótaávarpi sínu að hún ætlaði sér að stíga til hliðar og afhenda syni sínum, Friðriki prins, krúnuna. Nákvæmlega 52 árum eftir krýningu hennar mun valdatíð hennar því taka enda. Það verður þann 14. janúar og hinn 55 ára gamli Friðrik mun taka við stjórnartaumunum. Krónprinsinn og verðandi konungur er fjögurra barna faðir. Hann hefur verið áberandi í umræðu um umhverfismál á síðustu árum og talar fjögur tungumál.
Danmörk Kökur og tertur Kóngafólk Bakarí Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. 17. nóvember 2023 11:23 Orðrómur um framhjáhald skekur dönsku konungsfjölskylduna Meint framhjáhald Friðriks Danaprins með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova hefur verið milli tannanna á fólki og til umfjöllunar í fjölmiðlum í Danmerku og á Spáni. 9. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01
Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. 17. nóvember 2023 11:23
Orðrómur um framhjáhald skekur dönsku konungsfjölskylduna Meint framhjáhald Friðriks Danaprins með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova hefur verið milli tannanna á fólki og til umfjöllunar í fjölmiðlum í Danmerku og á Spáni. 9. nóvember 2023 13:53