Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 07:47 Brynja Dan er forsprakki Dags einhleypra á Íslandi. Aðsend Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. Vísir greindi frá því í vikunni að netverslun á svokölluðum Singles Day hafi dregist saman um tæp 40% milli ára og í verslun hafi samdrátturinn veruð tæp 16%. Þetta var niðurstaða rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar sem birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem sagði að dagur einhleypra hefði hrunið í vinsældum. Töldu menn hjá setrinu líklega skýringu þá að dagurinn hitti á laugardag á síðasta ári en hann er fastsettur 11. nóvember ár hvert. Heildarverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en föstudaginn fyrir Singles Day nam heildarverslun 1,02 milljarði króna og virðast Íslendingar þannig viljugri til að strauja kortið á föstudögum. 11. nóvember 2022 nam netverslun 1,6 milljarði króna. „Það er vitað mál og í takt við allar spár að salan á sjálfum degi einhleypra, sem árlega er 11. nóvember, yrði minni árið 2023. Það á sér þær eðlilegu skýringar að dagurinn kom nú upp á laugardegi og er alvitað að sá vikudagur er alltaf erfiðastur þegar kemur að netverslun,“ segir í yfirlýsingu Brynja Dan. „Þar sem við erum alltaf á tánum brást ég að sjálfsögðu við þeirri staðreynd í samstarfi við þau fjölmörgu fyrirtæki sem tóku þátt í deginum. Singles Day tilboðin urðu því virk föstudaginn 10. nóvember og voru virk út sunnudaginn 12. nóvember.“ Brynja segir þessa breytingu hafa verið auglýsa vel til þess að neytendur gætu notið tilboðanna og sparað nokkra aura. Í grunninn sé rétt að salan hafi hrunið á sjálfum degi einhleypra. „Þess má samt geta að salan á þeim tilboðum sem dagur einhleypra og samstarfsfyrirtækin buðu neytendum upp á hrundi bara alls ekki neitt og er dagurinn hreinlega ennþá með virkni á við ekkert minna en tvíhleypu,“ skrifar Brynja í yfirlýsingunni. „Í því samhengi er vert að koma á framfæri að velta Netgíró var hærri þessa þrjá daga árið 2023 en sömu daga árið á undan.“ Hún segir að henni þyki afar vænt um þetta verkefni og vonast eftir vandaðri og sanngjarnri umfjöllun. Neytendur Verslun Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31 Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Vísir greindi frá því í vikunni að netverslun á svokölluðum Singles Day hafi dregist saman um tæp 40% milli ára og í verslun hafi samdrátturinn veruð tæp 16%. Þetta var niðurstaða rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar sem birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem sagði að dagur einhleypra hefði hrunið í vinsældum. Töldu menn hjá setrinu líklega skýringu þá að dagurinn hitti á laugardag á síðasta ári en hann er fastsettur 11. nóvember ár hvert. Heildarverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en föstudaginn fyrir Singles Day nam heildarverslun 1,02 milljarði króna og virðast Íslendingar þannig viljugri til að strauja kortið á föstudögum. 11. nóvember 2022 nam netverslun 1,6 milljarði króna. „Það er vitað mál og í takt við allar spár að salan á sjálfum degi einhleypra, sem árlega er 11. nóvember, yrði minni árið 2023. Það á sér þær eðlilegu skýringar að dagurinn kom nú upp á laugardegi og er alvitað að sá vikudagur er alltaf erfiðastur þegar kemur að netverslun,“ segir í yfirlýsingu Brynja Dan. „Þar sem við erum alltaf á tánum brást ég að sjálfsögðu við þeirri staðreynd í samstarfi við þau fjölmörgu fyrirtæki sem tóku þátt í deginum. Singles Day tilboðin urðu því virk föstudaginn 10. nóvember og voru virk út sunnudaginn 12. nóvember.“ Brynja segir þessa breytingu hafa verið auglýsa vel til þess að neytendur gætu notið tilboðanna og sparað nokkra aura. Í grunninn sé rétt að salan hafi hrunið á sjálfum degi einhleypra. „Þess má samt geta að salan á þeim tilboðum sem dagur einhleypra og samstarfsfyrirtækin buðu neytendum upp á hrundi bara alls ekki neitt og er dagurinn hreinlega ennþá með virkni á við ekkert minna en tvíhleypu,“ skrifar Brynja í yfirlýsingunni. „Í því samhengi er vert að koma á framfæri að velta Netgíró var hærri þessa þrjá daga árið 2023 en sömu daga árið á undan.“ Hún segir að henni þyki afar vænt um þetta verkefni og vonast eftir vandaðri og sanngjarnri umfjöllun.
Neytendur Verslun Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31 Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00
Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31
Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46