Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur ný leikskáld Borgarleikhússins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. janúar 2024 11:31 Brynjólfur Bjarnason, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Brynhildur Guðjónsdóttir. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason hafa verið valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur 2024 til 2026. Tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu í gær þann 11. janúar, á afmælisdegi leikfélagsins, sem fagnaði 127 árum. Fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu að Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur hafi verið valin úr hópi sautján umsækjenda og að þau taki við af Birni Jóni Sigurðssyni, en verk hans verður hluti af verkefnaskrá Borgarleikhússins á næsta leikári. Leikskáldin tvö hefja störf við upphaf næsta leikárs og munu þau starfa innan veggja hússins, undir verndarvæng Leikritunarsjóðsins. Leikskáld Borgarleikhússins fá aðstöðu í leikhúsinu, vinna þar á samningstímanum og eru hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Kappkostað er að veita leikskáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og að það njóti aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfsfólks leikhússins. Auk þess á skáldið kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda og að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Shakespeare leikstjórn við Háskólann í Exeter. Kolbrún hefur starfað á Bretlandseyjum frá árinu 2013, bæði með eigin leikhóp – Brite Theater – og innanhúss við Traverse leikhúsið í Edinborg og Tron leikhúsið í Glasgow. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, núna síðast tilnefningu til skosku gagnrýnendaverðlaunanna sem leikstjóri ársins 2022. Hún átti vinningsverk í leikritunarsamkeppni Royal Shakespeare Company, 37 Plays. Ragnar Ísleifur Bragason hefur lokið námið frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í starfi fjölda leikhópa á Íslandi í rúman áratug. Þar má þar helst nefna 16 elskendur og Kriðpleir, en Ragnar er einn höfunda og flytjenda beggja hópa. Meðal verka Kriðpleirs má nefna útvarpsleikritin Bónusferðin árið 2018, Litlu jólin árið 2019, Vorar skuldir árið 2021 og Sjálfsalinn árið 2023, sem tilnefnt var til Evrópsku útvarpsverkaverðlaunanna, Prix Europa. Markmið Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar Leikritunarsjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, auk Brynjólfs Bjarnasonar og Brynhildar Guðjónsdóttur leikhússtjóra. Leiklistarráðunautar hússins eru stjórn sjóðsins til ráðgjafar. Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu að Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur hafi verið valin úr hópi sautján umsækjenda og að þau taki við af Birni Jóni Sigurðssyni, en verk hans verður hluti af verkefnaskrá Borgarleikhússins á næsta leikári. Leikskáldin tvö hefja störf við upphaf næsta leikárs og munu þau starfa innan veggja hússins, undir verndarvæng Leikritunarsjóðsins. Leikskáld Borgarleikhússins fá aðstöðu í leikhúsinu, vinna þar á samningstímanum og eru hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Kappkostað er að veita leikskáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og að það njóti aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfsfólks leikhússins. Auk þess á skáldið kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda og að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Shakespeare leikstjórn við Háskólann í Exeter. Kolbrún hefur starfað á Bretlandseyjum frá árinu 2013, bæði með eigin leikhóp – Brite Theater – og innanhúss við Traverse leikhúsið í Edinborg og Tron leikhúsið í Glasgow. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, núna síðast tilnefningu til skosku gagnrýnendaverðlaunanna sem leikstjóri ársins 2022. Hún átti vinningsverk í leikritunarsamkeppni Royal Shakespeare Company, 37 Plays. Ragnar Ísleifur Bragason hefur lokið námið frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í starfi fjölda leikhópa á Íslandi í rúman áratug. Þar má þar helst nefna 16 elskendur og Kriðpleir, en Ragnar er einn höfunda og flytjenda beggja hópa. Meðal verka Kriðpleirs má nefna útvarpsleikritin Bónusferðin árið 2018, Litlu jólin árið 2019, Vorar skuldir árið 2021 og Sjálfsalinn árið 2023, sem tilnefnt var til Evrópsku útvarpsverkaverðlaunanna, Prix Europa. Markmið Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar Leikritunarsjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, auk Brynjólfs Bjarnasonar og Brynhildar Guðjónsdóttur leikhússtjóra. Leiklistarráðunautar hússins eru stjórn sjóðsins til ráðgjafar.
Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira