Binda vonir við skólastarf og aðra þjónustu í Grindavík næsta haust Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 13. janúar 2024 21:45 Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna ræddi brottflutninginn úr Grindavík í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni. Ríkislögreglustjóri fyrirskipaði í dag brottflutning allra úr Grindavík á grundvelli nýs áhættumats á svæðinu. Ráðstöfunin tekur gildi á mánudag klukkan 19 og gildir í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Reglurnar koma í kjölfar vinnuslyss sem varð á miðvikudag en fimmtugur maður er talinn hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu á svæðinu. Leit að manninum bar ekki árangur og var hætt í gær. „Það hefur verið vinna við að fylla upp í sprungur og við töldum að sú vinna væri öruggari heldur en raunin hefur verið. Bærinn er varasamur og er búinn að vera það og fólkið hefur verið varað við að vera á ferli þannig að við teljum ástandið í dag vera þannig í Grindavík að það er ekki hættulaust að vera þar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Nú er að hennar sögn umfangsmikil vinna að hefjast þar sem allur jarðvegur undir byggðinni í Grindavík verður skoðaður með það að augnamiði að gera búsetu öruggari til frambúðar. Dvöl í Grindavík óásættanleg áhætta Fréttamaður hitti Víði Reynisson sviðsstjóra hjá Almannavörnum í kvöldfréttum. Hann segir nokkur atriði hafa orðið þess valdur að ákvörðunin um brottflutninginn var tekin í dag. „Við erum búin að vera að fara yfir gögnin sem við höfum. Það kom nýtt hættumat Veðurstofunnar í gær þar sem líkindin á sprunguopnun í Grindavík hækkaði um einn flokk þar. Síðan varð þetta hörmulega slys á miðvikudaginn og sú sýn sem birtist er að þegar var skoðað í sprunguna og menn eru að sjá betur hvernig þetta lítur út neðanjarðar,“ segir Víðir. Hann segir ýmislegt hafa komið þeim hjá Almannavörnum í opna skjöldu undanfarið, til að mynda hafi sprungur opnast. „Þannig að hættumatið hækkaði í gær, við unnum áhættumat í kjölfarið og niðurstaðan úr því er að dvöl í Grindavík sé óásættanleg áhætta og þess vegna var þessi ákvörðun tekin í dag.“ Vinna að útvegun íbúða Víðir segir að þrívíddarskanni sem notaður var við leit á manninum muni örugglega hjálpa til við skilning og greiningu á hvernig sprungurnar á svæðinu líta út. „Það verður mjög fróðlegt að skoða þær myndir með sérfræðingum og það gæti alveg orðið hluti á þessu mati sem við erum að fara í núna þar sem við ætlum að skoða allar þær sprungur sem eru á yfirborði og leita að þeim sprungum sem eru ekki sjáanlegar á yfirborði, þá gæti einmitt svona tækni gagnast.“ Airbnb íbúðir og hótel eru að sögn Víðis meðal þeirra skammtímalausna sem Rauði Krossinn í samstarfi við yfirvöld vinna nú að því að útvega fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í Grindavík síðustu daga. Dómsmálaráðherra sagði í erindi sínu á upplýsingafundinum í dag að verið væri að útvega fleiri íbúðum en áður til úthlutunar handa Grindvíkingum. Ef við hefðum þá vitneskju sem við höfum í dag, hefðirðu þá leyft að opna bæinn skömmu fyrir jól eins og var gert? „Ef og hefði eru þung orð þegar við erum í þessari vinnu. Við þurfum bara að meta stöðuna á hverjum einasta degi og það er alltaf stór hópur fólks sem er að velta fyrir sér öryggi þeirra sem þarna eru og það eru teknar ákvarðanir byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma og þannig verður það áfram.“ Gerið þið ráð fyrir að líf í Grindavík verði eðlilegt á ný á þessu ári? „Það er von okkar að í sumar eða haust verði viðgerðir og ráðstafanir til þess að tryggja öryggi orðið betri. Það hefur komið fram að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins, að það er svona reiknað með því að næsta sumar verði byrjað að koma því þannig að það verði tilbúið næsta haust. Og það er von okkar að svo verði. Svo er auðvitað þessi vinna við varnargarðana, sem er hluti af því að auka öryggi á svæðinu.“ Grindavík Náttúruhamfarir Skóla - og menntamál Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Ríkislögreglustjóri fyrirskipaði í dag brottflutning allra úr Grindavík á grundvelli nýs áhættumats á svæðinu. Ráðstöfunin tekur gildi á mánudag klukkan 19 og gildir í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Reglurnar koma í kjölfar vinnuslyss sem varð á miðvikudag en fimmtugur maður er talinn hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu á svæðinu. Leit að manninum bar ekki árangur og var hætt í gær. „Það hefur verið vinna við að fylla upp í sprungur og við töldum að sú vinna væri öruggari heldur en raunin hefur verið. Bærinn er varasamur og er búinn að vera það og fólkið hefur verið varað við að vera á ferli þannig að við teljum ástandið í dag vera þannig í Grindavík að það er ekki hættulaust að vera þar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Nú er að hennar sögn umfangsmikil vinna að hefjast þar sem allur jarðvegur undir byggðinni í Grindavík verður skoðaður með það að augnamiði að gera búsetu öruggari til frambúðar. Dvöl í Grindavík óásættanleg áhætta Fréttamaður hitti Víði Reynisson sviðsstjóra hjá Almannavörnum í kvöldfréttum. Hann segir nokkur atriði hafa orðið þess valdur að ákvörðunin um brottflutninginn var tekin í dag. „Við erum búin að vera að fara yfir gögnin sem við höfum. Það kom nýtt hættumat Veðurstofunnar í gær þar sem líkindin á sprunguopnun í Grindavík hækkaði um einn flokk þar. Síðan varð þetta hörmulega slys á miðvikudaginn og sú sýn sem birtist er að þegar var skoðað í sprunguna og menn eru að sjá betur hvernig þetta lítur út neðanjarðar,“ segir Víðir. Hann segir ýmislegt hafa komið þeim hjá Almannavörnum í opna skjöldu undanfarið, til að mynda hafi sprungur opnast. „Þannig að hættumatið hækkaði í gær, við unnum áhættumat í kjölfarið og niðurstaðan úr því er að dvöl í Grindavík sé óásættanleg áhætta og þess vegna var þessi ákvörðun tekin í dag.“ Vinna að útvegun íbúða Víðir segir að þrívíddarskanni sem notaður var við leit á manninum muni örugglega hjálpa til við skilning og greiningu á hvernig sprungurnar á svæðinu líta út. „Það verður mjög fróðlegt að skoða þær myndir með sérfræðingum og það gæti alveg orðið hluti á þessu mati sem við erum að fara í núna þar sem við ætlum að skoða allar þær sprungur sem eru á yfirborði og leita að þeim sprungum sem eru ekki sjáanlegar á yfirborði, þá gæti einmitt svona tækni gagnast.“ Airbnb íbúðir og hótel eru að sögn Víðis meðal þeirra skammtímalausna sem Rauði Krossinn í samstarfi við yfirvöld vinna nú að því að útvega fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í Grindavík síðustu daga. Dómsmálaráðherra sagði í erindi sínu á upplýsingafundinum í dag að verið væri að útvega fleiri íbúðum en áður til úthlutunar handa Grindvíkingum. Ef við hefðum þá vitneskju sem við höfum í dag, hefðirðu þá leyft að opna bæinn skömmu fyrir jól eins og var gert? „Ef og hefði eru þung orð þegar við erum í þessari vinnu. Við þurfum bara að meta stöðuna á hverjum einasta degi og það er alltaf stór hópur fólks sem er að velta fyrir sér öryggi þeirra sem þarna eru og það eru teknar ákvarðanir byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma og þannig verður það áfram.“ Gerið þið ráð fyrir að líf í Grindavík verði eðlilegt á ný á þessu ári? „Það er von okkar að í sumar eða haust verði viðgerðir og ráðstafanir til þess að tryggja öryggi orðið betri. Það hefur komið fram að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins, að það er svona reiknað með því að næsta sumar verði byrjað að koma því þannig að það verði tilbúið næsta haust. Og það er von okkar að svo verði. Svo er auðvitað þessi vinna við varnargarðana, sem er hluti af því að auka öryggi á svæðinu.“
Grindavík Náttúruhamfarir Skóla - og menntamál Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira