Allir sammála um að Raggi Nat eigi ekki að fara í bann Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 22:58 Ragnar grípur boltann með tilþrifum. Vísir/Hulda Margrét Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars virðast ætla að draga dilk á eftir sér. Halldór Garðar Hermannsson var með upptökubúnað á sér í leiknum og samtal hans og Ragnars hefur nú ratað inn á borð aganefndar KKÍ. Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan. Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan.
Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Sjá meira