„Vinsamlegast gefið okkur vinnufrið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:28 Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira