Strákarnir okkar leika sinn annan leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í dag þegar liðið mætir Svartfelingum. Íslenskir stuðningsmenn eru fjölmennir í Munchen og verður án efa mikil stemning á leiknum á eftir.
Leikurinn sjálfur hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslensku stuðningsmennirnir hittust fyrir leikinn og Henry Birgir Gunnarsson tók púlsinn á þeim.
Sjá má stemmarann hér að neðan.