Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2024 19:48 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. „Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri. Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri.
Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira