Vinahöll Svía verður að Jarðarberjahöll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 11:30 Jarðarberið mun verða einkenni Þjóðarleikvangs Svía frá og með júlí. Getty/Doaa Adel Þjóðaleikvangur Svíþjóðar hefur heitið Friends Arena eða Vinahöll síðan hann var tekinn í notkun fyrir tólf árum. En það breytist í sumar. Norski milljarðamæringurinn Petter Stordalen hefur keypt nafnaréttinni á leikvanginum. Hann ákvað að leikvangurinn skildi heita eftir fyrirtæki hans og verður því hér eftir kallaður Strawberry Arena eða Jarðarberjahöll. Nafnabreytingin mun taka gildi 12. júlí í sumar. Strawberry er ein stærsta hótelkeðja á Norðurlöndum en innan hennar eru 240 hótel í Skandinavíu, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Það er óhætt að segja að nafnabreytingin hafi vakið upp viðbrögð í sænsku íþróttalífi. „Þetta er ekki okkar leikvangur þannig að þetta skiptir mig engu. Ég er samt þakklátur fyrir það að okkar leikvangur þurfi ekki að bera þetta nafn,“ sagði Bosse Andersson, íþróttstjóri AIK, eitt af stóru liðunum í Stokkhólmi. AIK spilar heimaleiki sína á Friends Arena og hefur gert það frá árinu 2013. „Það ætti að skíra þessa höll Zlatan höllina. Hann bjó til svo mikla sögu á þessum velli. Eða AIK höllina. Ég geri mér samt grein fyrir því að Zlatan er stærri en AIK,“ sagði Martin Mitumba sem er goðsögn hjá AIK. „Því miður er þetta bara svona í nútímafótbolta. Við sem erum nostalgískir eigum erfitt með að breyta um nafn á leikvöngum. Við viljum hafa nafnið eins og það hefur alltaf verið. Peningar ráða bara öllu í dag,“ sagði Alexander Axén, sérfræðingur hjá Discovery+. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Norski milljarðamæringurinn Petter Stordalen hefur keypt nafnaréttinni á leikvanginum. Hann ákvað að leikvangurinn skildi heita eftir fyrirtæki hans og verður því hér eftir kallaður Strawberry Arena eða Jarðarberjahöll. Nafnabreytingin mun taka gildi 12. júlí í sumar. Strawberry er ein stærsta hótelkeðja á Norðurlöndum en innan hennar eru 240 hótel í Skandinavíu, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Það er óhætt að segja að nafnabreytingin hafi vakið upp viðbrögð í sænsku íþróttalífi. „Þetta er ekki okkar leikvangur þannig að þetta skiptir mig engu. Ég er samt þakklátur fyrir það að okkar leikvangur þurfi ekki að bera þetta nafn,“ sagði Bosse Andersson, íþróttstjóri AIK, eitt af stóru liðunum í Stokkhólmi. AIK spilar heimaleiki sína á Friends Arena og hefur gert það frá árinu 2013. „Það ætti að skíra þessa höll Zlatan höllina. Hann bjó til svo mikla sögu á þessum velli. Eða AIK höllina. Ég geri mér samt grein fyrir því að Zlatan er stærri en AIK,“ sagði Martin Mitumba sem er goðsögn hjá AIK. „Því miður er þetta bara svona í nútímafótbolta. Við sem erum nostalgískir eigum erfitt með að breyta um nafn á leikvöngum. Við viljum hafa nafnið eins og það hefur alltaf verið. Peningar ráða bara öllu í dag,“ sagði Alexander Axén, sérfræðingur hjá Discovery+. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira