Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. janúar 2024 11:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Sverrir Einar birti á Facebook. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira