Veður

Gular við­varanir á Norður- og Austur­landi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gular viðvaranir taka gildi klukkan 16 á Norður-og Austurlandi.
Gular viðvaranir taka gildi klukkan 16 á Norður-og Austurlandi. Veðustofan

Gular viðvaranir taka gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi klukkan 16. Líkur eru á að færð spillist.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að viðvörunin fyrir Norðurland eystra verði í gildi til klukkan 23. Búist er við norðan hvassviðri, 15 til 20 metrum á sekúndu, snjókomu og lélegu skyggni. Líkur eru á að færð spillist.

Á Austurlandi að Glettingi er búist við norðan- og norðvestan hvassviðri, 15-20 metrum á sekúndu, snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni. Einnig eru taldar líkur á að færð spillist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×