Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2024 13:21 Stjórnvöld hafa fundað með bæði fulltrúum stéttarfélaga á almenna og opinbera markaðnum. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að samræma væntingar þeirra. Stöð 2/Einar Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa verið að vinna úr þeim fundi sem þau áttu með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á almenna markaðnum. Hún hafi eftir það átt fund með forystufólki félaga á opinbera markaðnum. „Að sjálfsögðu hafa þau auðvitað sínar hugmyndir um aðkomu ríkisins. Þannig að við erum að vinna úr þessum tillögum öllum. Eigum von á því að funda á vettvangi ráðherra á komandi dögum,“ segir forsætisráðherra. Eftir það verði síðan fundað á ný með aðilum vinnumarkaðarins. Þær aðgerðir sem stéttarfélög á almenna markaðnum óska eftir að stjórnvöld grípi til hafa verið metnar á um 25 milljarða króna.Stöð 2/Einar Á almenna markaðnum hefur verið stefnt að því að ljúka kjarasamningum áður en janúar er liðinn og samningstími gildandi skammtímasamninga rennur út. Katrín segir góðan tón hafa verið í þeim sem sitji við samningaborðið hingað til. „Og það var mjög góður fundurinn sem við áttum með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Eins voru þetta góðir fundir sem við áttum með aðilum á opinbera markaðnum. Þannig að ég hef verið bjartsýn hingað til og vona svo sannarlega að þetta geti gengið vel,“ segir Katrín. Heldur þú að hægt sé að sameina væntingar hins opinbera markaðar og almenna markaðarins? Klippa: Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði „Það er ákveðið úrlausnarefni bæði hvað varðar aðkomu stjórnvalda, að leggja fram aðgerðir sem þjóna öllum, á opinberum og almennum markaði, en síðan er auðvitað ljóst að við samningaborðið hafa væntingar verið ólíkar. Það hafa átt sér stað samtöl um þau málefni líka,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53 Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39 Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa verið að vinna úr þeim fundi sem þau áttu með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á almenna markaðnum. Hún hafi eftir það átt fund með forystufólki félaga á opinbera markaðnum. „Að sjálfsögðu hafa þau auðvitað sínar hugmyndir um aðkomu ríkisins. Þannig að við erum að vinna úr þessum tillögum öllum. Eigum von á því að funda á vettvangi ráðherra á komandi dögum,“ segir forsætisráðherra. Eftir það verði síðan fundað á ný með aðilum vinnumarkaðarins. Þær aðgerðir sem stéttarfélög á almenna markaðnum óska eftir að stjórnvöld grípi til hafa verið metnar á um 25 milljarða króna.Stöð 2/Einar Á almenna markaðnum hefur verið stefnt að því að ljúka kjarasamningum áður en janúar er liðinn og samningstími gildandi skammtímasamninga rennur út. Katrín segir góðan tón hafa verið í þeim sem sitji við samningaborðið hingað til. „Og það var mjög góður fundurinn sem við áttum með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Eins voru þetta góðir fundir sem við áttum með aðilum á opinbera markaðnum. Þannig að ég hef verið bjartsýn hingað til og vona svo sannarlega að þetta geti gengið vel,“ segir Katrín. Heldur þú að hægt sé að sameina væntingar hins opinbera markaðar og almenna markaðarins? Klippa: Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði „Það er ákveðið úrlausnarefni bæði hvað varðar aðkomu stjórnvalda, að leggja fram aðgerðir sem þjóna öllum, á opinberum og almennum markaði, en síðan er auðvitað ljóst að við samningaborðið hafa væntingar verið ólíkar. Það hafa átt sér stað samtöl um þau málefni líka,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53 Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39 Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Sjá meira
Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53
Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39
Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent