Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 11:08 Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp, þar sem björgunarsveitamenn í Grindavík hafa ekki gætt fyllsta öryggis. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“ Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“
Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira