Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 09:03 Óli Björn segir það tryggja fjárhagslegt og andlegt sjálfstæði Grindvíkinga að ríkið kaupi þau út. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47
Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03