Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 09:59 Þorvaldur segir að huga þurfi betur að náttúruvá þegar verið að er að byggja upp mannvirki og byggð. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. „Þetta er spurning um vilja en það er mikilvægt að við förum að hugsa aðeins um forvarnir og hvernig við getum búið okkur undir þessa atburði því að þeir munu endurtaka sig. Við erum í umbrotahrinu núna og þessir atburðir eru tíðir í augnablikinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta getur haldið áfram í einhvern tíma, eins og hefur komið fram. Þetta sem er í gangi akkúrat núna getur endurtekið sig á næstu vikum og mánuðum nokkrum sinnum og síðan getur sá fasi varað töluvert lengur, jafnvel einhver ár. Svo þegar það er búið þá fáum við kannski pásu í einhvern tíma en svo getur það byrjað aftur á annarri gosrein á Reykjanesskaganum og þetta mun endurtaka sig þannig.“ Ekki tekið tillit til náttúruvár Er Reykjanesskaginn algjört ólíkindatól? „Ekki svo mikið ólíkindartól. Við vitum nokkurn veginn hvað hann mun gera og hvert mynstrið almennt verður. En við vitum ekki nákvæma tímasetningu eða nákvæma staðsetningu fyrir fram. Það er ákveðin óvissa sem fylgir sem ég veit að er erfitt fyrir fólk að takast á við.“ Inntur eftir því hvort mannvirki hafi á undanförnum áratugum verið reist á „vitlausum stöðum“ á Reykjanesi, miðað við það sem vitað er, segir Þorvaldur það ekki endilega málið. „Við vorum kannski að reisa mannvirki og skipuleggja byggð án þess að hugsa um náttúruvána eða náttúruna, hvað hún getur gert á Reykjanesskaga. Við tókum ekki tillit til þess.“ Þurfi að plana betur til framtíðar Búið sé að kortleggja sprungur og fleira á landinu öllu, sem hægt sé að taka tillit til þegar innviðir og byggð er byggð upp. „Það er búið að gera heilmikið og við höfum notað þessi gögn. Það er hægt að vinna mat á vánni, gera hættumat og áhættumat, og við höfum gert langtímamat fyrir Reykjanesið. Það er til og hvar er líklegast að gjósi. Við vitum um það bil tíðni gosa,“ segir Þorvaldur. „Auðvitað þurfum við að plana til framtíðar og hugsa þetta fyrir fram. Sem dæmi, ef við teljum að einhverjir ákveðnir innviðir séu í hættu vegna hraunflæðis þá erum við búin að gera herma og spá fyrir um líklegustu leiðir, þá getum við farið að hugsa að setja þurfi upp einhverjar leiðavarnir hér og þar til að leiða hraunið frá innviðum og reyna að koma því í sjó fram, þar sem það veldur minnstum skaða.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Almannavarnir Skipulag Tengdar fréttir Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
„Þetta er spurning um vilja en það er mikilvægt að við förum að hugsa aðeins um forvarnir og hvernig við getum búið okkur undir þessa atburði því að þeir munu endurtaka sig. Við erum í umbrotahrinu núna og þessir atburðir eru tíðir í augnablikinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta getur haldið áfram í einhvern tíma, eins og hefur komið fram. Þetta sem er í gangi akkúrat núna getur endurtekið sig á næstu vikum og mánuðum nokkrum sinnum og síðan getur sá fasi varað töluvert lengur, jafnvel einhver ár. Svo þegar það er búið þá fáum við kannski pásu í einhvern tíma en svo getur það byrjað aftur á annarri gosrein á Reykjanesskaganum og þetta mun endurtaka sig þannig.“ Ekki tekið tillit til náttúruvár Er Reykjanesskaginn algjört ólíkindatól? „Ekki svo mikið ólíkindartól. Við vitum nokkurn veginn hvað hann mun gera og hvert mynstrið almennt verður. En við vitum ekki nákvæma tímasetningu eða nákvæma staðsetningu fyrir fram. Það er ákveðin óvissa sem fylgir sem ég veit að er erfitt fyrir fólk að takast á við.“ Inntur eftir því hvort mannvirki hafi á undanförnum áratugum verið reist á „vitlausum stöðum“ á Reykjanesi, miðað við það sem vitað er, segir Þorvaldur það ekki endilega málið. „Við vorum kannski að reisa mannvirki og skipuleggja byggð án þess að hugsa um náttúruvána eða náttúruna, hvað hún getur gert á Reykjanesskaga. Við tókum ekki tillit til þess.“ Þurfi að plana betur til framtíðar Búið sé að kortleggja sprungur og fleira á landinu öllu, sem hægt sé að taka tillit til þegar innviðir og byggð er byggð upp. „Það er búið að gera heilmikið og við höfum notað þessi gögn. Það er hægt að vinna mat á vánni, gera hættumat og áhættumat, og við höfum gert langtímamat fyrir Reykjanesið. Það er til og hvar er líklegast að gjósi. Við vitum um það bil tíðni gosa,“ segir Þorvaldur. „Auðvitað þurfum við að plana til framtíðar og hugsa þetta fyrir fram. Sem dæmi, ef við teljum að einhverjir ákveðnir innviðir séu í hættu vegna hraunflæðis þá erum við búin að gera herma og spá fyrir um líklegustu leiðir, þá getum við farið að hugsa að setja þurfi upp einhverjar leiðavarnir hér og þar til að leiða hraunið frá innviðum og reyna að koma því í sjó fram, þar sem það veldur minnstum skaða.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Almannavarnir Skipulag Tengdar fréttir Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27