Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:51 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú metið heildar virði fasteigna í Grindavík. Vísir Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03