Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 06:45 Víða er snjóþekja á vegum. Vegagerðin Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Gul veðurviðvörun er í gildi fram að hádegi vegna talsverðrar snjókomu og hefur verið gert ráð fyrir lélegu skyggni og einhverjum samgöngutruflunum vegna þessa. Svo virðist þó sem minna hafi snjóað í nótt en gert var ráð fyrir, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi bakki virðist hafa farið aðeins sunnar en á horfðist en það er enn alveg eitthvað eftir af þessari ofankomu, þetta er ekki búið. Viðvörunin er í gildi til klukkan tólf og það getur enn komið einhver úrkoma í viðbót,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Nokkuð mikið hafi snjóað á suðvesturlandi í nótt, til dæmis í Keflavík og annars staðar á Reykjanesskaga. „Ég sé það á radarnum að þessi ofankoma hefur verið að skila sér en hún hefur farið aðeins sunnar,“ segir Katrín. Átta stiga frost var víða í Reykjavík í morgun og mjög kalt á öllu landinu, sem Katrín segir fyrst og fremst hafa áhrif á skyggni. „Það að þetta sé svona köld lægð getur þýtt að sú ofankoma sem kemur, þó hún sé ekki mikil, valdi lélegu skyggni. Það er verra skyggni þó það sé kannski minni ofankoma,“ segir hún. „Þessi úrkomubakki gengur yfir suðvestanvert landið um hádegisbil og það eru áfram einhver él norðanlands í dag en það er bara norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s í dag. Á morgun dregur úr úrkomu norðanlands og þar rofar aðeins til. Annað kvöld er útlit fyrir vaxandi austanátt syðst á landinu og geti orðið allhvass eða hvassur vindur, snjókoma eða slydda. Þá hlýnar aðeins í veðri og útlit fyrir hita yfir frostmarki syðst.“ Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Víða verður blint í snjókomu sunnan-og vestanlands Erfið akstursskilyrði verða og víða blint í snjókomu og skafrenningi sunnan-og vestanlands í nótt og í fyrramálið. Líklega verður þungfært vestast á Reykjanesi. Gul viðvörun er í gildi í nótt. 17. janúar 2024 21:47 Gular viðvaranir vegna snjókomu vestanlands á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir vestanvert landið. Viðvaranirnar verða í gildi frá miðnætti fram á miðjan dag á morgun, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2024 10:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Sjá meira
Gul veðurviðvörun er í gildi fram að hádegi vegna talsverðrar snjókomu og hefur verið gert ráð fyrir lélegu skyggni og einhverjum samgöngutruflunum vegna þessa. Svo virðist þó sem minna hafi snjóað í nótt en gert var ráð fyrir, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi bakki virðist hafa farið aðeins sunnar en á horfðist en það er enn alveg eitthvað eftir af þessari ofankomu, þetta er ekki búið. Viðvörunin er í gildi til klukkan tólf og það getur enn komið einhver úrkoma í viðbót,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Nokkuð mikið hafi snjóað á suðvesturlandi í nótt, til dæmis í Keflavík og annars staðar á Reykjanesskaga. „Ég sé það á radarnum að þessi ofankoma hefur verið að skila sér en hún hefur farið aðeins sunnar,“ segir Katrín. Átta stiga frost var víða í Reykjavík í morgun og mjög kalt á öllu landinu, sem Katrín segir fyrst og fremst hafa áhrif á skyggni. „Það að þetta sé svona köld lægð getur þýtt að sú ofankoma sem kemur, þó hún sé ekki mikil, valdi lélegu skyggni. Það er verra skyggni þó það sé kannski minni ofankoma,“ segir hún. „Þessi úrkomubakki gengur yfir suðvestanvert landið um hádegisbil og það eru áfram einhver él norðanlands í dag en það er bara norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s í dag. Á morgun dregur úr úrkomu norðanlands og þar rofar aðeins til. Annað kvöld er útlit fyrir vaxandi austanátt syðst á landinu og geti orðið allhvass eða hvassur vindur, snjókoma eða slydda. Þá hlýnar aðeins í veðri og útlit fyrir hita yfir frostmarki syðst.“
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Víða verður blint í snjókomu sunnan-og vestanlands Erfið akstursskilyrði verða og víða blint í snjókomu og skafrenningi sunnan-og vestanlands í nótt og í fyrramálið. Líklega verður þungfært vestast á Reykjanesi. Gul viðvörun er í gildi í nótt. 17. janúar 2024 21:47 Gular viðvaranir vegna snjókomu vestanlands á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir vestanvert landið. Viðvaranirnar verða í gildi frá miðnætti fram á miðjan dag á morgun, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2024 10:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Sjá meira
Víða verður blint í snjókomu sunnan-og vestanlands Erfið akstursskilyrði verða og víða blint í snjókomu og skafrenningi sunnan-og vestanlands í nótt og í fyrramálið. Líklega verður þungfært vestast á Reykjanesi. Gul viðvörun er í gildi í nótt. 17. janúar 2024 21:47
Gular viðvaranir vegna snjókomu vestanlands á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir vestanvert landið. Viðvaranirnar verða í gildi frá miðnætti fram á miðjan dag á morgun, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2024 10:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent