Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 11:00 Mynd tekin á flugvellinum í morgun af farþega á leið erlendis. Tekið innan í vélinni. Eins og má sjá er nokkuð mikill snjór á vellinum. Aðsend Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram. Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram.
Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35