Sendiherrann segist staðráðin í að verða góður nágranni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 11:27 Carrin segist ætla að verða góður nágranni. Vísir Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segist staðráðin í því að verða góður nágranni Vesturbæinga á Sólvallagötu. Sendiherrabústaður að Sólvallagötu 14 eigi að verða vitnisburður um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og birtir sendiráðið tölvuteiknaðar myndir af því hvernig hann mun koma til með að líta út í götunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa. Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa.
Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30
Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41