HSÍ sendir Ölver viðvörun Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2024 12:57 Ný auglýsing Ölvers en HSÍ meinaði þeim að nota myndir af landsliðsmönnum í nýjum treyjum sínum. Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. „Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði. Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði.
Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16