Barein var með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki mótsins en í dag var fyrsti leikurinn í milliriðlinum þar sem liðið mætti Kúveit.
Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og voru lokatölur 28-28. Fyrr í dag höfðu Suður-Kórea og Írak einnig skilið jöfn í hinum leiknum í milliriðlinum.
Næsti leikur Barein verður á morgun gegn Írak.