Joshua Jefferson: „Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna“ Árni Jóhannsson skrifar 18. janúar 2024 21:30 Joshua Jefferson var frábær á löngum köflum í kvöld Vísir / Hulda Margrét Valsmenn áttu mjög góðan dag gegn lánlausum Keflvíkingum í kvöld þegar liðin mættust í 14. umferð Subway deildar karla í körfubolta að Hlíðarenda. Leikar enduðu 105-82 og stóran þátt í því hve vel gekk hjá Val átti Joshua Jefferson. Kappinn skoraði 31 stig og setti upp sýningu í þriðja leikhluta. „Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn