Viðræður við kaupsýslumanninn frá Katar fóru fram frá febrúar 2023 til október 2023 en þá dró hann sig út úr viðræðunum.
Skjöl sem enduðu hjá SEC, bandarískri alríkisstofnun sem fer með málefni tengdum útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa, sýna það svart á hvítu að Sheik Jassim átti ekki peninginn sem hann þóttist eiga. Hann hafði því á pappírnum ekki efni á því að kaupa enska félagið. ESPN segir frá.
BREAKING: The Qatari bidder for Manchester United, Sheikh Jassim, was unable to prove he had sufficient finance to be able to do a deal.
— Man United Fan Club (@manufcnow) January 18, 2024
In filing submitted to the US Securities and Exchange Commission to confirm Sir Jim Ratcliffe s acquisition of 27.69% of the club, Jassim pic.twitter.com/1ZBAoxz1dp
SEC er sjálfstæð stofnun sem vinnur fyrir bandarísk stjórnvöld með það markmið að verja fjárfesta og passa upp á sanngirni á markaði.
ESPN segir frá þessu en mörgum fannst skrýtið af hverju Glazer-fjölskyldan vildi ekki selja Sheiknum félagið en málið dróst á langinn.
Á aðfangadag var það síðan tilkynnt að breski milljarðamæringurinn myndi eignast 25 prósent hlut í Manchester United og borga fyrir það 1,3 milljarða punda eða 228 milljarða króna.
Sheikinn tilkynnti það þegar hann hætti við tilboðið sitt að hann væri pirraður yfir því Glazer-fjölskyldan vildi fá allt of mikið fyrir félagið.
Sheikh Jassim hélt því fram að hann ætlaði að kaupa allt félagið og losa stuðningsmenn United alveg við Glazers fjölskylduna en nú lítur út fyrir að hann hafi aldrei átt peninga til að kaupa enska félagið.
Draumurinn um að sleppa undan Glazers martröðinni var því aldrei raunhæfur möguleiki fyrir United fólk.