Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 09:32 Breiðfylking stéttarfélaga mun í dag ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu. Vísir Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. Segja má að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, séu í uppnámi. Mikil samstaða var meðal samningsaðila til að byrja með en nú hafa SA lýst því yfir að kröfur um krónutöluhækkanir séu of brattar. Farið verði þess í stað í blandaða leið og tekið verði tillit til launsakriðs. „Þetta kemur okkur á óvart. Það var mikill samhljómur og við skynjuðum mikinn vilja til að geta gengið í þetta verkefni hratt og örugglega með það að markmiði að geta gengið frá samningum áður en sá samningur sem nú er að renna út gerði það. Það voru Samtök atvinnulífsins sem lögðu til sameiginlega yfirlýsingu á fundinum 28. desember. Við féllumst á hana og raunverulega fögnuðum henni, þessari miklu jákvæðni sem lá þarna í loftinu og sást með svo skýrum hætti í tillögunni um sameiginlega yfirlýsingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við fréttastofu. Skýringar um tónbreytingu að finna hjá SA Hún segir breiðfylkinguna hafa lagt öll spilin á borðið á þeim fundi og ekkert í þeirra kröfugerð hefði átt að koma SA á óvart. „Það var ekkert undanskilið, það var ekkert óljóst, það var ekkert sem seinna átti eftir að dúkka upp og gera það að verkum að sú nálgun sem við lögðum upp með stæðist ekki. Það var skýrt frá upphafi af okkar hálfu hvað við vorum að leggja til. Viðbrögð Samtaka atvinnulífsins voru einstaklega jákvæð þannig að skýringarnar um það hvers vegna tónninn breyttist svo er að finna innan raða Samtaka atvinnulífsins.“ Hún segir að það verði rætt á fundi breiðfylkingarinnar, sem hefst klukkan tíu, hvort vísa eigi deilunni nú formlega til ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist nokkuð viss um að það verði niðurstaða fundarins. „Við erum mjög sorgmædd, leið og reið yfir því í raun og veru að við skyldum ekki hafa náð saman. Við töldum okkur hafa lagt fram tillögur sem hefðu sannarlega stutt við markmið Seðlabankans enda var kostnaðarmat kröfugerðar okkar undir þeim áætlunum sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verði kostnaðarhækkanir á næstu þremur árum og vorum nokkuð viss um það að við gætum siglt þessu í höfn á þeim grunni,“ segir Vilhjálmur. Skilur ekki til hvers SA ætlast af launafólki Hann segir tal SA um launaskrið á íslenskum vinnumarkaði eitthvað sem stéttarfélögin geti ekki borið ábyrgð á. Þá segir hann SA ekki hafa gefið stéttarfélögunum nein merki á fyrstu fundum um að kröfugerð þeirra væri eitthvað sem SA gæti ekki fallist á. „Eftir tuttugu ára reynslu í kjaramálum gerir maður sér samt alveg grein fyrir að menn eiga síðan eftir að ræða tölurnar og koma sér saman um einhverja niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. En að kröfugerðin okkar hafi verið tekin niður um 1/3 gerist í raun ekki fyrr en í kring um 12. janúar. Það finnst okkur dálítið skrítið. Við vorum tilbúin að mæta því með því að slá niður um 10 prósent til að koma til móts við þau. Það dugði ekki til og þar erum við stödd,“ segir Vilhjálmur. Hann segir upphæðirnar til umræðu vera 16 þúsund krónur í vasann á mánuði fyrsta árið og 19 þúsund krónur árin tvö og þrjú. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvað Samtök atvinnulífsins ætlast til af launafólki miðað við allar þær hækkanir sem dunið hafa á launafólki, sama hvort það er af hálfu gjaldskrárhækkana ríkisins, sveitarfélaga og ég tala nú ekki um af hálfu aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, tryggingafélaga, fjármálakerfisins og svo framvegis. Þessar kröfur lögðum við fram með það að markmiði að ná niður verðbólgu, ná niður vöxtum, laga tilfærslukerfin í samvinnu við stjórnvöld.“ Hann segist telja umtalsverðar líkur á að deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. „Það er hið hefðbundna ferli sem vinnulöggjöfin kveður á um. Það eru ekki nema fjórtán dagar þar til kjarasamningar renna út. Ríkissáttasemjari hefur verið í þessari vinnu með okkur, hefur verið á hverjum fundi þannig að það verður svo sem ekki mikil breyting.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. 12. janúar 2024 12:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Segja má að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, séu í uppnámi. Mikil samstaða var meðal samningsaðila til að byrja með en nú hafa SA lýst því yfir að kröfur um krónutöluhækkanir séu of brattar. Farið verði þess í stað í blandaða leið og tekið verði tillit til launsakriðs. „Þetta kemur okkur á óvart. Það var mikill samhljómur og við skynjuðum mikinn vilja til að geta gengið í þetta verkefni hratt og örugglega með það að markmiði að geta gengið frá samningum áður en sá samningur sem nú er að renna út gerði það. Það voru Samtök atvinnulífsins sem lögðu til sameiginlega yfirlýsingu á fundinum 28. desember. Við féllumst á hana og raunverulega fögnuðum henni, þessari miklu jákvæðni sem lá þarna í loftinu og sást með svo skýrum hætti í tillögunni um sameiginlega yfirlýsingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við fréttastofu. Skýringar um tónbreytingu að finna hjá SA Hún segir breiðfylkinguna hafa lagt öll spilin á borðið á þeim fundi og ekkert í þeirra kröfugerð hefði átt að koma SA á óvart. „Það var ekkert undanskilið, það var ekkert óljóst, það var ekkert sem seinna átti eftir að dúkka upp og gera það að verkum að sú nálgun sem við lögðum upp með stæðist ekki. Það var skýrt frá upphafi af okkar hálfu hvað við vorum að leggja til. Viðbrögð Samtaka atvinnulífsins voru einstaklega jákvæð þannig að skýringarnar um það hvers vegna tónninn breyttist svo er að finna innan raða Samtaka atvinnulífsins.“ Hún segir að það verði rætt á fundi breiðfylkingarinnar, sem hefst klukkan tíu, hvort vísa eigi deilunni nú formlega til ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist nokkuð viss um að það verði niðurstaða fundarins. „Við erum mjög sorgmædd, leið og reið yfir því í raun og veru að við skyldum ekki hafa náð saman. Við töldum okkur hafa lagt fram tillögur sem hefðu sannarlega stutt við markmið Seðlabankans enda var kostnaðarmat kröfugerðar okkar undir þeim áætlunum sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verði kostnaðarhækkanir á næstu þremur árum og vorum nokkuð viss um það að við gætum siglt þessu í höfn á þeim grunni,“ segir Vilhjálmur. Skilur ekki til hvers SA ætlast af launafólki Hann segir tal SA um launaskrið á íslenskum vinnumarkaði eitthvað sem stéttarfélögin geti ekki borið ábyrgð á. Þá segir hann SA ekki hafa gefið stéttarfélögunum nein merki á fyrstu fundum um að kröfugerð þeirra væri eitthvað sem SA gæti ekki fallist á. „Eftir tuttugu ára reynslu í kjaramálum gerir maður sér samt alveg grein fyrir að menn eiga síðan eftir að ræða tölurnar og koma sér saman um einhverja niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. En að kröfugerðin okkar hafi verið tekin niður um 1/3 gerist í raun ekki fyrr en í kring um 12. janúar. Það finnst okkur dálítið skrítið. Við vorum tilbúin að mæta því með því að slá niður um 10 prósent til að koma til móts við þau. Það dugði ekki til og þar erum við stödd,“ segir Vilhjálmur. Hann segir upphæðirnar til umræðu vera 16 þúsund krónur í vasann á mánuði fyrsta árið og 19 þúsund krónur árin tvö og þrjú. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvað Samtök atvinnulífsins ætlast til af launafólki miðað við allar þær hækkanir sem dunið hafa á launafólki, sama hvort það er af hálfu gjaldskrárhækkana ríkisins, sveitarfélaga og ég tala nú ekki um af hálfu aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, tryggingafélaga, fjármálakerfisins og svo framvegis. Þessar kröfur lögðum við fram með það að markmiði að ná niður verðbólgu, ná niður vöxtum, laga tilfærslukerfin í samvinnu við stjórnvöld.“ Hann segist telja umtalsverðar líkur á að deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. „Það er hið hefðbundna ferli sem vinnulöggjöfin kveður á um. Það eru ekki nema fjórtán dagar þar til kjarasamningar renna út. Ríkissáttasemjari hefur verið í þessari vinnu með okkur, hefur verið á hverjum fundi þannig að það verður svo sem ekki mikil breyting.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. 12. janúar 2024 12:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21
Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07
Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. 12. janúar 2024 12:01