Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2024 15:35 Julian Köster skömmu áður en hann skoraði sigurmark Þjóðverja gegn Íslendingum. Hann tók að minnsta kosti fjögur skref áður en hann skaut á markið. getty/Tom Weller Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira