Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 21:51 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru ánægðir með að búið væri að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Steingrímur Dúi Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann. Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann.
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55