Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 22:43 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess. Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess.
Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40