Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 21:49 Benedikt Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni. Vísir/Steingrímur Dúi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira