Hvað ef janúar væri prufumánuður?
Hvað ertu búin að læra?
Hvað viltu gera öðruvísi í febrúar?
Flestir byrja nýja árið spenntir með há markmið. Nú skal mæta í ræktina, borða hollar, standa sig í námi og vinnu, hitta vini og fjölskyldu og gera alla hlutina sem þú er búin/n/ð að fresta. Hvernig gekk það?
Ertu á bömmer núna í lok janúar því það virðist ekki hafa tekist eins og þig langaði? Komu upp veikindi eða aðrar hindranir?
Í stað þess að hætta alveg líkt og flestir gera á hinum alræmda Quitters day (á föstudegi aðra vikuna í janúar skv. Strava hlaupaappinu)...
hvernig væri að líta á janúar sem prufumánuð?
Hvað myndirðu gera öðruvísi í febrúar?
Hvað ertu búin að læra um sjálfan þig?
Fórstu meira í ræktina fyrri part eða seinni part?
Þartu meiri svefn? Setja hluti í dagskrána svo þeir gerist?
Búa til plan? Kerfi sem virkar?
Fá stuðning? Hjálp frá öðrum?
Árið er rétt byrjað! Bara af því að janúar var ekki 100% þýðir ekki að þú sért úr leik. Taktu andartak, fáðu þér vatnssopa og taktu svo stöðuna.
Eins og í tölvuleik, hugsaðu hvað ætlar þú að gera öðruvísi í næsta leik?
Höfundur er alþjóðlega vottaður markþjálfi og einkaþjálfari.