Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 11:12 Sema Erla er formaður stjórnar Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira