Stjórn og stjórnarandstaða samhuga vegna Grindavíkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 12:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar ræddi meðal annars við fréttastofu vegna aðgerða í þágu Grindvíkinga. Vísir/Arnar Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á Alþingi eru samhuga um það að þær aðgerðir sem gripið verður til fyrir Grindvíkinga verði þverpólitískt verkefni. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“ Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“
Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira