Inga dregur vantrauststillöguna til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2024 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist varla eiga annan kost í stöðunni en draga vantrauststillögu sína til baka eftir að Svandís greindi frá því að hún sé komin með krabbamein í brjóst. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. „Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
„Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09